fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Eyjan

Æskulýðsrannsóknin 2024: Andleg líðan barna batnað verulega undanfarin tvö ár – þökk sé nýrri löggjöf, segir ráðherra

Eyjan
Fimmtudaginn 14. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýjustu tölur úr Íslensku æskulýðsrannsókninni 2024, sem framkvæmd er af Háskóla Íslands fyrir mennta og barnamálaráðuneytið, sýna jákvæða þróun í líðan og velferð barna á Íslandi. Mælingarnar benda til að andleg líðan barna hafi batnað verulega á undanförnum tveimur árum, félagsfærni þeirra aukist, og þátttaka í íþróttum og tómstundum sé vaxandi. Einnig hefur einelti minnkað, sérstaklega hjá eldri börnum, sem dregur fram mikilvægi þeirra úrræða sem hafa verið innleidd.

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, segir þennan árangur meðal annars tengdan stefnumótun og aðgerðum sem byggja á nýrri löggjöf, farsældarlögunum svokölluðu, sem hann beitti sér fyrir. Lögin hafa það að markmiði að tryggja börnum samþætta þjónustu og snemmtækan stuðning. Ásmundur Einar segir að með farsældarlögunum hafi verið tekin stór skref til að bæta þjónustu við börn og fjölskyldur þeirra, meðal annars með aukinni fjárfestingu í fjölbreyttum stuðningsúrræðum.

Hann segist hafa lagt áherslu á að efla enn frekar þessa jákvæðu þróun og ná betur til barna í viðkvæmum hópum. „Niðurstöður rannsóknarinnar gefa okkur raunverulegar vísbendingar um að stefnumótun okkar er að skila árangri og börnum okkar líður betur,“ segir ráðherrann, sem segist vilja sjá áframhaldandi fjárfestingu í velferð barna.

Niðurstöðurnar undirstrika að hans mati einnig mikilvægi þess að mæta áframhaldandi áskorunum, einkum á sviði stafræns öryggis og andlegrar heilsu eldri stúlkna og áhættuhegðunar ungmenna, til að tryggja öruggt og stuðningsríkt umhverfi fyrir öll börn og ungmenni á Íslandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þrjár leiðir til að gæta íslenskra hagsmuna
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna

Benedikt Gíslason: Gott tækifæri til að losa heimilin við verðtrygginguna