fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Segir að Kristrún hafi tekið Stefán Einar í kennslustund

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. nóvember 2024 08:12

Stefán Einar og Kristrún ræddu saman í Spursmálum í gær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra til fjölda ára, segir að Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, hafi tekið fjölmiðlamanninn Stefán Einar Stefánsson hjá Morgunblaðinu í kennslustund.

Össur skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gærkvöldi þar sem hann fjallaði um viðtal Stefáns við Kristrúnu í Spursmálum, en Stefán hefur vakið athygli fyrir að sauma hressilega að viðmælendum sínum og gefa ekki tommu eftir.

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Össur:

„Moggahaukurinn Stefán Einar mætti ofjarli sínum í Spursmálum Moggans í dag þar sem Kristrún Frostadóttir tók hann í netta kennslustund um auðlindagjöld. Hún rak sömuleiðis snyrtilega ofan í hann síbylju Moggans um að stefna hennar feli í sér stórfelldar skattahækkanir. Þegar kom að hinu fræga „ehf-gati“ sem Mogginn telur munu stórauka skatta á pípara, hárgreiðslukonur og smiði, afgreiddi hún það með einni skilmerkilegri setningu,“ segir Össur og heldur áfram:

„Á það tiltekna mál rak hún svo smiðshöggið með því að upplýsa Stefán um að nákvæmlega sama tillaga og Samfylkingin hefur viðrað – og verndar einmitt ofangreindar stéttir með sérstöku frítekjumarki – var óvart unnin og kynnt af leiðtoga lífs hans, Bjarna Benediktssyni, í fjármálaráðherratíð hans,“ segir Össur en taka skal fram að hann er kannski ekki alveg hlutlaus, enda var hann fyrsti formaður Samfylkingarinnar og sat á þingi fyrir flokkinn í mörg ár.

Össur sér þó ástæðu til að hrósa Stefáni Einari og segir hann mega eiga það að hann sé orðinn beittasti þáttastjórnandinn í íslenskum miðlum.

„Í samanburði við hann eru flestir hinna eins og værukærar mélkisur. Hann lærir heima og undirbýr sig vel, sem fæstir hinna nenna. Hann er útsmoginn að því marki, að þegar hann kemst ekkert með viðmælenda sinn, einsog Kristrúnu í dag, þá notar hann það gamalkunna bragð að trufla sífellt flæðið með innskotum, reynir að leggja viðmælanda orð í munn eða trufla með nýjum spurningum.“

Össur segir að þetta hafi hins vegar ekki virkað á Kristrúnu og bætir við að honum hafi stundum fundist sem hún setti hann „på plads“ eins og móðir sem er orðin þreytt á sífrinu í stráknum sínum.

„Skattastaglið, þar sem hann komst ekkert áfram, hefur þó líklega fengið marga til að hætta áhorfi. En þar skein Kristrún – enda yfirburðamanneskja um allt sem lýtur að efnahagsmálum. Mogginn fær svo sérstakan plús fyrir að hafa þessa frísklegu þætti opna fyrir þá sem af pólitískum ástæðum treysta sér ekki lengur í áskrift…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“