fbpx
Þriðjudagur 23.desember 2025
Fókus

Spurningin sem ræður úrslitum um hvort gaurinn kemst á næsta stefnumót með Oliviu –  „Stærsta rauða flaggið“

Fókus
Mánudaginn 4. nóvember 2024 15:08

Olivia Rodrigo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska tónlistar- og leikkonan Olivia Rodrigo er líklega með furðulegustu spurninguna sem hún spyr karlmenn á fyrsta stefnumóti. Svarið stjórnar því hvort að gaurinn kemst á næsta stefnumót með Rodrigo eða ekki.

Í viðtali við Netflix sem birt var á Instagram 1. nóvember var söngkonan meðal annars spurð um fjölmarga boli sem hún klæddist á sviðinu í Guts World Tour tónleikaferðalagi hennar. Og í kjölfarið svaraði Rodrigo því sem hún spyr karlmann um á fyrsta stefnumótinu þeirra.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Netflix US (@netflix)

„Stærsta rauða flaggið, allt í lagi, þetta er mjög einkennileg og sérstök spurning sem ég spyr stráka á fyrstu stefnumóti. Ég spyr þá alltaf hvort þeir vilji fara út í geim. Og ef hann segir  já, þá fer ég ekki á annað stefnumót með honum,“ sagði Rodrigo og glotti. „Ég held bara að ef þú vilt fara út í geim, þá ertu aðeins of fullur af sjálfum þér. Mér finnst það bara skrýtið.“

Rodrigo er sem stendur í sambandi með leikaranum Louis Partridge, en þau opinberuðu samband sitt í desember í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“

„Svo hef ég alltaf einhverjar teiknimyndasögur upp á að hlaupa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?

Könnun: Hvað ætlarðu að hafa í jólamatinn?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð

Konan í Coldplay-hneykslinu rýfur loks þögnina – Lífið breyttist í algjöra martröð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram

Siðprúðir og heiðarlegir menn beðnir um að gefa sig fram