fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Eyjan

Skráning kjósenda er „hættumerki“ fyrir Kamala Harris

Eyjan
Þriðjudaginn 15. október 2024 06:30

Kamala Harris vill gjarnan að fleiri kjósendur skrái sig sem Demókrata.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Færri skrá sig nú sem Demókrata í hinum mikilvægu sveifluríkjum í Bandaríkjunum en á sama tíma skrá fleiri sig sem Repúblikana.

The Hill segir að þetta þýði að Demókrataflokkurinn sé enn með forystu hvað varðar fjölda skráðra kjósenda en bilið á milli flokksins og Repúblikanaflokksins hafi minnkað síðan í síðustu kosningum.

Kjósendur verða að skrá sig á kjörskrá og gefa upp hvaða flokk þeir styðja eða hvort þeir eru óháðir.

Í Pennsylvania hafa 300.000 færri skráð sig á kjörskrá sem Demókratar en sagan er önnur hjá Repúblikönum þar sem 70.000 fleiri hafa skráð sig.

Berwood Yost, yfirmaður skoðanakannanadeildar Franklin & Marshall háskólans, sagði í samtali við The Hill að þetta sé „hættumerki“ fyrir Demókrata.

Sérfræðingar Demókrataflokksins segja að fækkun skráninga megi meðal annars rekja til þess að sífellt fleira ungt fólk skrái sig sem óháða kjósendur en hafi samt sem áður tilhneigingu til að kjósa Demókrataflokkinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna

Óttar Guðmundsson skrifar: Leiksoppar örlaganna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið

Hanna Katrín: Leiðréttingin risaskref í átt til verðmætasköpunar fyrir samfélagið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag

Björn Jón skrifar: Að vera kristið samfélag