fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Ekki vitað hvað ferð Einars til Seattle mun kosta

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. september 2024 12:30

Einar Þorsteinsson borgarstjóri Mynd: Framsóknarflokkurinn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fundi borgarráðs  Reykjavíkur í gær var tekið fyrir bréf Einars Þorsteinssonar vegna fyrirhugaðar ferðar hans í embættiserindum til borgarinnar Seattle á vesturströnd Bandaríkjanna. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu að ekki lægi fyrir hver kostnaður við ferðina verður. Fulltrúar meirihlutaflokkanna svöruðu því til að upplýsingar um kostnaðinn myndu verða lagðar fram þegar þær lægju fyrir en hann verður greiddur af Íslandsstofu.

Í bréfi borgarstjóra til borgarráðs kemur fram að ásamt honum fari aðstoðarmaður hans, Björg Magnúsdóttir, í ferðina til Seattle sem mun standa dagana 1.–5. október næstkomandi. Tilgangur ferðarinnar er að taka þátt í menningarhátíðinni Taste of Iceland sem haldin hefur verið með í völdum borgum í Norður Ameríku í meira en tvo áratugi sem hluti af markaðsverkefninu Iceland Naturally, og síðar Inspired by Iceland –North America.

Í bréfinu er minnt á að Seattle sé systurborg Reykjavíkur og tengslin milli borganna sterk. Ferðin sé kostuð af Íslandsstofu.

Starfsemi Íslandsstofu er fjármögnuð einkum með svokölluðu markaðsgjaldi sem lagt er á fyrirtæki og rennur í ríkissjóð og þaðan til Íslandsstofu.

Um dagskrá hátíðarinnar segir í bréfi borgarstjórans að hún sé skipulögð í samstarfi við kynningarmiðstöðvar lista og skapandi
greina, þar sem teflt sé fram upprennandi íslensku listafólki á sviði tónlistar, bókmennta, kvikmynda og hönnunar. Dagskráin sé miðuð að áhugasömum neytendum en sé jafnframt hugsuð til þess að skapa umfjöllun fjölmiðla í Seattle og Bandaríkjunum í þeim tilgangi að auka vitund um Ísland sem áfangastað, en ekki síður sem upprunalands áhugaverðrar menningar og matvæla í hæsta gæðaflokki. Borgarstjórinn segir enn fremur í bréfinu að hann mun taka þátt í fjölbreyttum viðburðum og muni veita fjölmiðlum á svæðinu viðtöl.

Verðlaunahjól

Dagskrá hátíðarinnar fylgir með bréfinu. Einar borgarstjóri mun hefja sína þátttöku að morgni 2. október, að staðartíma. Þá mun hann vera til viðtals í morgunþætti sjónvarpsstöðvarinna KING5 en í dagskránni kemur fram að í þeim hluta þáttarins þar sem Einar verður til viðtals muni einnig koma fyrir hjól með verðlaunum (e. Wheel of Prizes) og að skálað verði í Reyka vodka, sem eimað er á Íslandi.

Einar mun síðan ávarpa viðburði sem haldnir verða í kynningarskyni fyrir fjölmiðla þar sem meðal íslenskir tónlistarmenn og matreiðslumenn koma fram. Hann mun einnig opna sýningu þar sem íslensk hönnun kemur fyrir. Hann verður einnig viðstaddur viðburðinn Taste of Iceland: How Words Shape a City í National Nordic Museum í borginni en þar verða sömuleiðis rithöfundarnir Ragnar Jónasson og Yrsa Sigurðardóttir.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu