Ef leikmaður Manchester City meiðist alvarlega fer Pep Guardiola stjóri liðsins fram á það að Dr. Cugat í Barcelona framkvæmi aðgerðina.
Það virðist staðan með Rodri sem mætti til Barcelona í gærkvöldi til að hitta Cugat.
Ljóst er að tímabilið hjá Manchester City verður talsvert erfiðara en vonir stóðu til um en Rodri er með slitið krossband í hné.
Rodri fór meiddur af velli í fyrradag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Arsenal. Nú hefur verið staðfest að Rodri er með slitið krossband og tímabilið úr sögunni hjá honum.
Rodri hefur átt magnað ár og er talinn líklegur til þess að vinna Gullknöttinn en hann varð Evrópumeistari með Spáni í sumar.
City hefur Mateo Kovacic og Ilkay Gundogan til að fylla í hans skarð en ljóst er að þetta er mikil blóðtaka fyrir City.
🚨🇪🇸 Rodri arrives in Barcelona to meet dr. Cugat for further tests after his serious knee injury.@victor_nahe 🎥 pic.twitter.com/6fGLCPufot
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 23, 2024