fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Fær sjaldgæft hrós frá Ronaldo – ,,Viss um að hann verði einn sá besti“

Victor Pálsson
Föstudaginn 20. september 2024 20:25

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 17 ára gamli Lamine Yamal hefur fengið ansi stórt hrós frá engum öðrum en goðsögninni Cristiano Ronaldo.

Yamal er talinn einn efnilegasti ef ekki efnilegasti leikmaður heims en hann er á mála hjá Barcelona.

Ronaldo er enginn sérstakur aðdáandi Barcelona en hann spilaði með Real Madrid til fjölda ára og er rígurinn þar á milli mikill.

Ronaldo viðurkennir þó fúslega að Yamal sé sérstakt eintak af knattspyrnumanni en hann er nú þegar lykilmaður í Barcelona sem og spænska landsliðinu.

Þetta er í eitt af fáum skiptum sem Ronaldo talar um leikmann Barcelona og er þetta mikið hrós fyrir spænska ungstirnið.

,,Ég sé gríðarlega hæfileika í Lamina Yamal,“ sagði Ronaldo í samtali við blaðamenn.

,,Ég vona að hann lendi ekki í vandræðum í framtíðinni og ég er viss um að hann verði einn sá besti af sinni kynslóð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“

Guardiola hundfúll og öfundar United og Tottenham – ,,Höfum barist gegn þessu í níu ár“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“

Brynjar tjáir sig um þann umdeilda sem er sagður hata Íslendinga – ,,Hann var kannski í einhverju stríði“
433Sport
Í gær

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“

Arnar um að velja ekki Gylfa – „Ég hef ekkert rætt við hann“
433Sport
Í gær

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með

Nýr landsliðshópur Arnars vekur athygli: Anton Ari fær kallið – Albert og Aron Einar með