fbpx
Þriðjudagur 13.maí 2025
Fréttir

Glæsikvendi handtekið um borð í skemmtiferðaskipi og jólin eyðilögð – Þremur dögum síðar komu mistökin í ljós

Pressan
Föstudaginn 20. september 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Glæsikvendið Jennifer Heath Box hyggur á hefndir eftir að lögregla í Flórída fór mannavillt og eyðilagði fyrir henni jólin. Jennifer hafði skellt sér í skemmtisiglingu fyrir jólin 2022. Á aðfangadag var hún á heimleið þegar lögregla ruddist um borð í skemmtiskipið og hneppti hana í járn. Ekkert varð því af jólahaldi það árið og fékk Jennifer að verja næstu þremur sólarhringjunum í fangaklefa. Þetta átti sér stað þrátt fyrir að Jennifer væri ekki grunuð um nokkurn einasta glæp. Lögreglan hafði hreinlega farið mannavillt og neitaði að láta sér segjast þrátt fyrir að allt benti til þess að þeir hefðu ranga manneskju í haldi.

Þegar Jennifer Heath Box var handtekinn tilkynnti lögreglumaður henni að hún væri grunuð um barnaverndarbrot, hún hefði stofnað börnum sínum í hættu. Þetta passaði engan veginn, reyndi Jennifer að útskýra fyrir lögreglu, enda öll þrjú börnin hennar komin til manns. Lögreglan tók hana ekki á orðinu. Það þýddi ekkert að malda í móinn. Lögreglan var með handtökuskipun, á henni var mynd af Jennifer, svo hún var leidd úr skemmtiferðaskipinu í járnum og færð í fangaklefa. Þar upplifði hún hræðilega daga. Hún var dauðhrædd er karlkyns fangi reyndi ítrekað að komast inn í klefa hennar þegar enginn sá til. Fangaverðir spiluðu rokktónlist á hæsta styrk og það var svo kalt að Jennifer neyddist til að kúra með öðrum fanga á nóttunni til að halda á sér hita.

Það er ljóst í dag að lögreglan gerðist sek  um frekar grófa vanrækslu í málinu. Í raun átti að handtaka nöfnu Jennifer, Jennifer Del Carmen Heath. Sú Jennifer er töluvert yngri og á fimm ólögráða börn. Þegar Jennifer Heath Box var færð upp á lögreglustöð gaf hún upp kennitölu og gerði ritarinn strax athugasemd við að enginn handtökuskipun fannst tengd þessari kennitölu í kerfinu. Hún var eins 12 sentimetrum lægri en sú kona sem lögreglan leitaði, var með annan augn-, hár- og húðlit, annað heimilisfang, aðra kennitölu og svona mætti áfram telja.

„Þeir höfðu minnst 10-12 atriði í þessari  handtökuskipun sem hefði átt að gera þeim ljóst að þeir höfðu handtekið ranga manneskju,“ segir lögmaður Jennifer sem nú er að stefna lögreglunni.

Handtakan varð til þess að Jennifer náði ekki að verja jólunum með börnum sínum og náði ekki að kveðja son sinn, sem er hermaður, sem var á leiðinni í þriggja ára túr til Japan. Að auki hafi lögreglan niðurlægt hana, auðmýkt og svívirt.

„Ég er bálreið. Ég hef aldrei komist í kast við lögin áður,“ segir Jennifer.

Jennifer var ekki sleppt úr haldi fyrr en bróðir hennar, sem er lögreglumaður, komst að því að starfsmaður lögreglunnar hafði fyrir mistök sett mynd úr ökuskírteini Jennifer á handtökuskipunina í staðinn fyrir mynd af hinni réttu Jennifer. Þá var Jennifer sleppt og lögreglumaðurinn sem hleypti henni út sagði að svona gerist og ekkert við því að gera. Jennifer sættir sig ekki við þá skýringu.  Það sjá sjálfsögð og eðlileg krafa að lögregla sé með verkferla til að tryggja að þeir handtaki rétta manneskju.

Jennifer hefur enga afsökunarbeiðni fengið og lögreglan neitar að viðurkenna að mistök hafi átt sér stað. Að þeirra sögn var eðlilegum verkferlum fylgt. Jennifer hefur því stefnt lögreglunni en hún telur að freklega hafi verið brotið gegn mannréttindum hennar.

DailyMail greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“

Edda minnist Lalla Johns – „Lalli var alltaf blíðan uppmáluð, brosandi gleðigjafi og góður við allt og alla“
Fréttir
Í gær

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“

Uggandi yfir uppsögnum: „Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga“
Fréttir
Í gær

Útlit fyrir bongó um helgina

Útlit fyrir bongó um helgina
Fréttir
Í gær

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“

Guðmundur í Brim sakaður um billegan orðhengilshátt í Bítinu í morgun – „Það á enginn fiskinn í sjónum“
Fréttir
Í gær

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn

Kom fyrir myndavélum á klósetti Airbnb íbúðar sinnar – Vildi bera getnaðarlimi gestanna saman við sinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti

Sólveig Anna lætur „megins-straums femínista“ heyra það – Vinsælt áhugamál kvenna sem hafi náð jafnrétti