fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fréttir

Einar segir spár gefa til kynna að haustið mæti til leiks í næstu viku

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 18. september 2024 14:00

Það hefur verið kaldara en venjulega hér á landi síðustu misseri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár gefi skýrt til kynna eiginlegt haust í næstu viku. Miðað við að október er handan við hornið ætti það ekki að koma á óvart en Einar fer yfir útlitið næstu vikur í nýjum pistli á vef Bliku.

„Vissulega hefur verið heldur haustlegt undanfarnar vikur, en allra síðustu dagar verið frekar í ætt við sumartíð með S-áttum og allt að 14 til 18 stiga hita fyrir norðan og austan,“ segir Einar og bætir við:

„En sem sé, allar líkur eru á því að hæðarhryggur í háloftunum komi sér fyrir vestan Grænlands um helgina og með tilheyrandi Grænlandshæð. Þetta straummynstur háloftavindanna veldur N-átt hér á landi sem er af þurrari sortinni. Það kólnar um land allt, en víða verður sólríkt og fallegt veður ef þetta gengur eftir, en næturkuldi fylgir.“

Einar segir að samkvæmt spákorti Reiknimiðstöðvar evrópskra veðurstofa, sem gildir fyrir vikuna 23. til 30. september, séu greinileg merki um háan loftþrýsting hér og yfir Grænlandi. Þetta hefur þau áhrif að kalt verður í veðri og segir Einar að hitanum sé spáð 1 til 3 gráðum undir meðallagi.

Í vikunni þar á eftir, 30. september til 7. október, mun hæðarsvæðið í vestri gefa eftir með þeim afleiðingum að áberandi lægðagangur verður úr suðvestri og yfir Skandinavíu. Einar segir að því verði áfram norðan- eða norðaustanstæður vindur og trúlega meira um él og dagar með slyddu eða snjókomu norðaustantil. Áfram sé spáð köldum frávikum í hitanum.

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir kólnandi veðri um og eftir helgina eins og sést hér að neðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á föstudag:
Fremur hæg austanátt, skýjað með köflum og yfirleitt þurrt. Hiti 5 til 10 stig.

Á laugardag:
Breytileg átt, 3-8 m/s. Dálítil væta á vestan- og norðvestanverðu landinu, en annars skýjað og þurrt. Hiti 5 til 9 stig.

Á sunnudag:
Norðan 5-13 m/s og rigning eða slydda, en að mestu þurrt sunnanlands. Heldur kólnandi.

Á mánudag og þriðjudag:
Norðlæg eða breytileg átt og bjartviðri. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein

Íris segir heilbrigðiskerfið hafa brugðist móður sinni – Fékk heilabilun en taldi skárra að fá frekar krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá

Staðfest að eldislaxar komust í Haukadalsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK

Stafrænar eignir Latabæjar koma heim – Samstarf við OK
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma

Bendir á þessa hvimleiðu hegðun ökumanna sem hefur gormaáhrif á háannatíma