fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Alfreð semur um starfslok í Belgíu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. september 2024 18:20

DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason er búinn að semja um starfslok við belgíska félagið Eupen en þetta herma öruggar heimildir 433.is.

Alfreð hefur verið í umræðunni undanfarið en hann ákvað á dögunum að leggja landsliðsskóna á hilluna, 35 ára gamall.

Framherjinn hefur leikið með Eupen undanfarið ár en var fyrir það hjá Lyngby í Danmörku og lék þar undir stjórn Freys Alexanderssonar.

Alfreð hefur komið víða við á ferlinum en er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Augsburg í Þýskalandi þar sem hann spilaði í sex ár.

Hvað tekur við hjá þessum reynda sóknarmanni er óljóst en hann lék síðast hér heima árið 2010 með Breiðabliki.

Alfreð á að baki leiki fyrir stór lið í Evrópu en nefna má Heerenveen, Real Sociedad og Olympiakos.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar

Segist hafa fundið fyrir mikilli pressu eftir áhuga United í sumar
433Sport
Í gær

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar

Vilja kaupa sóknarmann Tottenham í janúar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Kemur Gyokeres til varnar

Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 2 dögum
Salah snýr aftur