

Búist er við því að minnsta kosti fjögur stór félagaskipti gangi í gegn í dag en félagaskiptaglugginn lokar á morgun.
Federico Chiesa ætti að verða leikmaður Liverpool í dag en hann kom til Bítlaborgarinnar í gær. Kaupverðið er um 12 milljónir punda frá Juventus.
Aaron Ramsdale fer í læknisskoðun hjá Southampton í dag en markvörðurinn frá Arsenal kostar í kringum 25 milljónir punda.
Það kom í ljós í gær að Ramsdale væri á förum frá Arsenal.
Manchester United ætti svo að ganga frá kaupum á Manuel Ugarte í dag en hann gekkst undir læknisskoðun á Old Trafford í gær.
Þá er allt klárt hjá Scott McTominay til að ganga í raðir Napoli á Ítalíu og er búist við að hann skrifi undir í dag. Kaupverðið er 25 milljónir punda frá Manchester United.