Arsenal er að skoða markvörð enska C-deildarliðsins Wigan, samkvæmt frétt The Athletic í dag.
Nokkrir markverðir hafa verið orðaðir við Arsenal í sumar. Má þar nefna Dan Bentley hjá Wolves og Joan Garcia hjá Espanyol.
Samkvæmt The Athletic eru líkur á að Garcia mæti á svæðið ef Aaron Ramsdale, sem nú er kostur númer tvö í stöðu markvarðar á Emirates, fer. Hann er nú orðaður við Southampton.
Fyrir utan hann skoða Mikel Arteta og hans menn fleiri markverði og er þar á blaði hinn 22 ára gamli Sam Tickle hjá Wigan.
Wigan spilar í C-deildinni og var Tickle valinn leikmaður tímabilsins hjá liðinu í vor. Hann hefur spilað alla leiki liðsins það sem af er þessari leiktíð.
Það mætti því gera ráð fyrir að Tickle yrði þriðji markvörður til að byrja með, fari hann til Arsenal.