
Þær hafa verið góðar vinkonur síðan þær léku saman í myndinni Monster in Law árið 2005.
Fonda kom fram í heimildarmynd Lopez, The Greatest Love Story Never Told, og ræddi um samband söngkonunnar og Ben Affleck.
„Ég vil að þú vitir – ég veit ekki alveg af hverju – en mér líður eins og ég sé tilfinningalega bundin ykkur Ben og mig langar alveg rosalega að samband ykkar gangi upp,“ sagði hún og bætti við að hún væri hins vegar efins með þetta.
„Þetta eru áhyggjur mínar. Mér líður eins og þú sért að reyna að sanna eitthvað frekar en bara að lifa í þeim veruleika. Þú veist, önnur hver mynd af ykkur er af ykkur kyssast eða í faðmlögum.“
Lopez hló og fullvissaði vinkonu sína. „Við erum bara að lifa lífinu,“ sagði hún en virtist samt sem áður skilja áhyggjur vinkonu sinnar.
„Hún vill passa vel upp á mig og henni líður eins og ég sé að berskjalda mig,“ sagði hún.
Jane Fonda var mjög hreinskilin í myndinni um hvað það væri við hegðun Ben sem truflaði hana.
„Ég verð mjög hrædd, þú veist með allt þetta á Grammy-verðlaunahátíðinni og hann leit út fyrir að vera svo fúll og ég var bara: „Guð minn góður, hvað er í gangi?“
Myndband þar sem Lopez og Affleck virtust rífast á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar 2023 vakti mikla athygli á sínum tíma.
Sjá einnig: Myndband af J.Lo og Ben Affleck rífast fer eins og eldur í sinu um netheima
Það var ekki það eina sem vakti athygli. Myndir af Ben Affleck frá kvöldinu voru hafðar að háði og spotti en hann virtist vera langt frá því að njóta sín og hafa gaman. Hann virkaði í raun mjög vansæll á myndunum.
someone get ben affleck a cigarette and a dunkin coffee stat pic.twitter.com/5Es3pxjBZF
— ilana kaplan (@lanikaps) February 6, 2023