

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, ætlar að gera allt sem hann getur til að hjálpa Mykhailo Mudryk í vetur.
Mudryk er leikmaður Chelsea og spilaði í 2-0 sigri á Servette í Sambandsdeildinni í gær en um var að ræða forkeppnina.
Mudryk hefur ekki náð sér á strið eftir komu til Chelsea en Maresca virðist átta sig á hvaða vandamál hann glímir við.
,,Við ætlum að hjálpa honum að breytast sem leikmaður,“ sagði Maresca eftir leik gærdagsins.
,,Mest megnis þá snýst þetta ekki um gæði Misha, þetta snýst um ákvarðanatökun. Við munum hjálpa honum.“