fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Víkingur reyndi ekki að fá Gylfa – „Það var bara orðrómur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 21. ágúst 2024 15:00

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson hefur mikið verið í umræðunni undanfarnið og hafa kjaftasögur verið á kreiki um meint ósætti hans hjá Val.

Því var til að mynda haldið fram í Þungavigtinni að Gylfi hafi viljað yfirgefa Val fyrir gluggalok á dögunum og reynt að fá samningi sínum rift. Þar kom einnig fram að hann hafi þá viljað fara í Íslandsmeistaralið Víkings.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, ræddi við 433.is í dag í tilefni að Evrópuleik liðsins gegn Santa Coloma á morgun og var hann meðal annars spurður út í það hvort Víkingur hafi reynt að fá Gylfa.

„Nei, það var bara orðrómur. Við reyndum aldrei að hafa samband við hann eða neitt því líkt,“ sagði Arnar þá.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, ræddi við 433.is í gær og var hann þar spurður út í meint ósætti Gylfa á Hlíðarenda og orðróma um að hann hafi viljað fara. Börkur sló á þá.

„En hann, eins og við öll sem erum í kringum félagið, er ósáttur með gengi liðsins. Það er undir okkur í stjórn, hjá þjálfarateymi og leikmönnum að snúa þessu gengi við,“ sagði Börkur meðal annars.

Meira
Börkur segir ekki rétt að Gylfi hafi viljað fara – „Eins og við er hann ósáttur með gengi liðsins“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur