
Atletico Madrid hefur loks staðfest komu Englendingsins Conor Gallagher til félagsins frá Chelsea.
Gallagher hafði sjálfur samið við Atletico í síðustu viku en það tók tíma fyrir félögin að klára sitt. Það hefur nú loks tekist og greiða Spánverjarnir 42 milljónir evra fyrir miðjumanninn, sem átti ár eftir af samningi sínum á Stamford Bridge.
Hinn 24 árar gamli Gallagher, sem er uppalinn hjá Chelsea, skrifar undir fimm ára samning við Atletico.
Gallagher spilaði stóra rullu fyrir Chelsea á síðustu leiktíð en það kom sér vel fyrir fjárhag félagsins að selja hann.
#GallagherRojiblanco 🔴⚪ pic.twitter.com/8QlOnxB5er
— Atlético de Madrid (@Atleti) August 21, 2024