

Leon Goretzka var ekki valinn í leikmannahóp Bayern Munchen sem spilaði við Ulm í þýska bikarnum fyrir helgi.
Goretzka er ekki í plönum Vincent Kompany, stjóra Bayern, en hann tók við liðinu eftir síðasta tímabil.
Samkvæmt Kicker hefur Kompany engan áhuga á að nota Goretzka og er honum frjálst að fara annað í sumar.
Joao Palhinha var keyptur frá Fulham í sumar og tekur hann líklega stöðu Goretzka á miðju liðsins í vetur.
Aleksandar Pavlovic fær þá stærra hlutverk en Joshua Kimmich er einnig möguleiki á miðsvæðinu.
Goretzka hefur spilað með Bayern frá árinu 2018 og er 29 ára gamall en hann lék 42 leiki fyrir liðið á síðustu leiktíð.
Hann á einnig að baki 57 landsleiki fyrir Þýskaland.