

Atletico Madrid er að hóta því að hætta við félagaskipti miðjumannsins Conor Gallagher en frá þessu er greint í dag.
Gallagher hefur verið við það að ganga í raðir Atletico síðustu daga og vikur en hingað til hefur ekkert verið staðfest.
Ástæðan er framherjinn Samu Omorodion sem átti að fara til Chelsea í skiptum en enska félagið neitaði að taka við honumað lokum.
Joao Felix gæti mögulega farið til Englands í stað Omorodion en Atletico þarf þó að borga Chelsea 33 milljónir punda fyrir enska landsliðsmanninn Gallagher.
Atletico væri helst til í að kaupa leikmanninn án þess að senda annan mann í skiptum og hefur nú hótað Chelsea að hætta við félagaskiptin alfarið.
Frá þessu greinir TalkSport en Chelsea hafði áhyggjur af líkamlegu ástandi Omorodion og vill ekki taka neina áhættu í þessum félagaskiptaglugga.