

Joshua Zirkzee skoraði sigurmark Manchester United í gær er liðið mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fyrsta leik úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili en United hafði betur 1-0 að þessu sinni.
Zirkzee kom til United í sumarglugganum og skoraði eina mark leiksins er þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
,,Að vinna hérna í mínum fyrsta heimaleik og að skora sigurmarkið, þetta gat ekki verið betra,“ sagði Zirkzee.
,,Mér hefur verið sagt að skora á Stretford End sé ein besta tilfinningin sem fylgir Old Trafford. Ég er svo þakklátur að þetta hafi gerst í fyrsta leiknum. Tilfinningin er ólýsanleg.“
,,Í lok dags þá fengum við þrjú stigin, það er það sem við vildum. Ég get ekki útskýrt mínar tilfinningar, mér líður bara vel.“