fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Sérsveitin aðstoðaði lögreglu í Áslandi þegar maður neitaði að láta skotvopn af hendi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 16. ágúst 2024 19:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út til að aðstoða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í aðgerðum í Áslandinu í Hafnarfirði nú í kvöld. Sjónarvottar sáu lögreglubifreið, þrjá ómerkta bíla og sérsveitina á svæðinu. Lögreglumenn á svæðinu eru með skildi og hjálma á höfði.

Helena Rós Sturludóttir, samskiptastjóri Ríkislögreglustjóra, staðfestir að sérsveitin var kölluð út til að aðstoða lögreglu en að öðru leyti svari lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fyrir málið.

Ekki hefur náðst samband við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vegna málsins.

Uppfært: 20:32

Heimildir DV herma að umsátri lögreglu sé nú lokið og hafi karlmaður verið leiddur út úr fjölbýlishúsi í Þrastarási í járnum.

Að sögn fréttastofu RÚV var upphaflegt verkefni lögreglu að fara á vettvang til að afturkalla skotvopnaleyfi einstaklings og freista þess að fá vopn sem viðkomandi var skráður fyrir afhent. Mun vopnaeigandinn ekki hafa brugðist vel við þessari beiðni í byrjum. Þá var brugðið á að kalla samningamenn og sérsveit til aðstoðar. Eftir samtal við samningamenn gaf maðurinn sig fram og var handtekinn. Aðgerðir stóðu yfir í um tvo tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Haaland snýr aftur
Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér