fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Skar í andlit eins og sparkaði í höfuð annars

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sex fíkniefnalagabrot og fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Í öðru tilfellinu sparkaði maðurinn ásamt öðrum aðilum í höfuð manns sem lá varnarlaus í götunni en í hinu tilfellinu skar hann með hnífi í andlit manns.

Fíkniefnalagabrotin sex voru framin frá júní 2023 og fram í desember sama ár. Í fyrsta tilfellinu var maðurinn einnig ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa piparúða á sér. Í flestum tilfellunum fannst kókaín á manninum en þó í eitt skiptið maríhúana og hass og í annað skipti MDMA.

Fyrri líkamsárásin var framin í apríl síðastliðnum þegar maðurinn í félagi við þekkta aðila veittist að manni fyrir utan veitingastað. Sparkaði hinn ákærði í höfuð mannsins þar sem hann lá í jörðinni meðvitundarlaus með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka á höfði. Hversu alvarlegir áverkarnir voru kemur ekki fram í dómnum.

Seinni líkamsárásin var framin í maí síðastliðnum fyrir utan skemmtistað. Þá veittist hinn ákærði að manni og skar í andlit hans með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut rispu yfir hægra kinnbeini.

Hafi kynnst innilokun

Maðurinn játaði sök í öllum ákæruliðum. Hann hafði áður gerst sekur um brot á umferðarlögum og vopnalögum en það var ekki tillit tekið til þess við ákvörðun refsingar. Samkvæmt dómnum var það hins vegar metið honum til refsiauka að líkamsárásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Segir í dómnum að það sé mikil mildi að afleiðingarnar af árásunum hafi ekki orðið alvarlegri en raunin varð.

Játning mannsins og ungur aldur hans var hins vegar metinn honum til málsbóta.

Því þótti Héraðsdómi Reykjavíkur hæfilegt að dæma manninnn í tíu mánaða fangelsi. Af þessum tíu mánuðum eru hins vegar sjö mánuðir og tíu dagar skilorðsbundnir. Vísað er í dómnum til þess að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi í samtals 80 daga vegna brota sinna. Hann hafi þar með kynnst því hvernig sé að vera innilokaður.

Gæsluvarðhaldið er dregið frá óskilorðsbundnum hluta refsingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur

Heimilt verði að hafa hættulega menn áfram í haldi eftir að afplánun lýkur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“

Hildur hefur verulegar áhyggjur af framtíðinni – „Eftir hverju erum við að bíða?“