fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Eyjan

780 milljón króna gjaldþrot rekstrarfélags Sjálands – Annað gjaldþrot Stefáns á stuttum tíma

Eyjan
Miðvikudaginn 7. ágúst 2024 10:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skiptum er lokið hjá einkahlutafélaginu Gourmet en félagið hélt úti rekstri á veitingastaðnum Sjáland í Garðabæ. Lýstar kröfur í búið voru 780.824.305 krónur. Samkvæmt auglýsingu um skiptalokin í Lögbirtingablaðinu greiddust búskröftur að fjárhæð 350 þúsund krónur sem og tæpar 6 milljónir í forgangskröfur. Ekkert fékkst greitt upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

Félagið var úrskurðað gjaldþrota í lok september í fyrra og varð töluvert uppnám í kjölfarið enda var um að ræða einn vinsælasta vettvang brúðkaupsveislna að ræða og mörg verðandi hjón sem lentu í vandræðum þess vegna.

Í svari við fyrirspurn DV vildi Hjördís E. Harðardóttir lögmaður og skiptastjóri þrotabúsins, ekki veita frekari upplýsingar um stærstu kröfuhafa né annað varðandi rekstur fyrirtækisisn.

Sjá einnig: Nokkuð stórt gjaldþrot hjá fyrrverandi eiganda Mathúss Garðabæjar

Gourmet ehf. var í eigu Stefáns Magnússonar, veitingamanns, en húsnæðið var í eigu annars félags, Arnarvogs ehf. Í janúar á þessu ári var síðan tilkynnt um að félagið Toppform ehf., sem heldur utan um fasteignir World Class-veldisins, hefði keypt húsnæðið á 700 milljónir króna. Í bígerð er að stækka húsið og opna þar líkamsræktarstöð og margskonar aðra starfsemi.

Stefán rak fleiri staði í þrot en greint var frá því um miðjan júlí að skiptum væri lokið í  Brunch ehf., sem var á bak við rekstur Mathús Garðabæjar, sem síðan hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá nýjum eigendum.

Engar eignir fundust í búi Brunch ehf. en lýstar kröfur í búið voru rúmlega 110 milljónir króna. Lýstar samanlagðar kröfur í bæði þrotabúin eru því rétt tæplega 900 milljónir króna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“