Guðlaugur Victor Pálsson er mættur í ensku B-deildina og hefur gert samning við Plymouth.
Frá þessu er greint í kvöld en Guðlaugur Victor yfirgefur belgíska félagið Eupen sem féll í vetur.
Íslenski landsliðsmaðurinn er 33 ára gamall og mun vinna með Wayne Rooney hjá Plymouth og þekkjast þeir vel.
Rooney þjálfaði Guðlaug Victor áður hjá DC United í Bandaríkjunum en hann þekkir sjálfur aðeins til Englands.
Varnar og miðjumaðurinn fór í atvinnumennsku til Liverpool á sínum tíma og lék fyrir yngri lið félagsins.