fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433

Hlynur Atli leggur skóna á hilluna

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 10. júlí 2024 19:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlynur Atli Magnússon hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en þetta kemur fram í tilkynningu Fram í kvöld.

Hlynur er fæddur árið 1990 en hann spilaði 14 leiki fyrir Fram í Bestu deildinni á síðustu leiktíð.

Hann lék nánast allan sinn feril með Fram en á einnig að baki leiki fyrir Floro SK og Þór Akureyri.

Vegna meiðsla hefur Hlynur ákveðið að kalla þetta gott en hann spilaði einn leik í bikarnum þetta sumarið.

Tilkynning Fram:

Hlynur Atli Magnússon stendur nú á tímamótum og hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir glæsilegan feril.

Hann hefur átt við mikil meiðsli stríða á síðustu misserum og batinn ekki orðið sem skyldi.

Hlynur Atli, sem skráði sig í Fram þegar hann var aðeins 5 ára, hefur verið ómetanlegur hluti af okkar félagi í mörg ár.

Ferill Hlyns Atla spannar mörg tímabil, þar á meðal:
Fram: 1995-2012, 2016-2024
Þór Akureyri: 2013-2014
Florø SK (Noregur): 2015

Hlynur Atli hefur verið leiðtogi bæði innan vallar sem utan, þar sem hann var fyrirliði meistaraflokks árin 2019-2023 og einnig í yngri flokkum. Hann hefur spilað 273 leiki fyrir Fram, sem gerir hann að tíunda leikjahæsta leikmanni í sögu félagsins. Hann hefur unnið nokkra titla fyrir Fram, þar á meðal orðið Reykjavíkurmeistari 2012 og 2023, og Lengjudeildarmeistari 2021. Einnig hefur Hlynur Atli verið sæmdur silfurmerki Fram árið 2023, sem og hlotið Eiríksbikarinn 2008, sem er veittur framúrskarandi iðkendum í yngri flokkum Fram.

Hlynur Atli hefur einnig verið mikilvægur félagsmaður, þjálfað yngri flokka Fram og verið góð fyrirmynd fyrir komandi kynslóðir. Hann hefur sýnt einstaka hæfileika með því að spila nánast allar stöður á vellinum og hefur leyst þær með prýði.

Við erum óendanlega þakklát fyrir allt sem Hlynur Atli hefur gert fyrir Fram. Hans hollusta, dugnaður og ástríða fyrir fótboltanum mun lifa áfram í hjörtum okkar allra. Við óskum honum alls hins besta í framtíðinni og vonumst til að sjá hann áfram sem hluta af Fram fjölskyldunni.

Takk fyrir allt Hlynur Atli Magnússon! Takk fyrir að vera hluti af Fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir

Reyna áfram að fá Antony og vona að forráðamenn United gefi eftir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann

Frakkarnir lækka verðmiðann á Donnarumma og City nær samkomulagi um laun við hann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield

Myndband af nýjustu stjörnu Liverpool er högg í maga stuðningsmanna United – Hafnaði United í fyrra og valdi Anfield
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina

Grindvíkingar mokuðu inn tæpum fjórum milljónum um helgina
433Sport
Í gær

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik

16 ára hetja Liverpool – Tryggði sigurinn á 100 mínútu í mögnuðum leik
433Sport
Í gær

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“

Haukur boðaður á fund lögreglu en sögur um kæru ekki réttar – „Við erum að bíða eftir þessu öllu saman“