Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.
Það varð á dögunum ljóst að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir yrði áfram í röðum Bayer Leverkusen á næstu leiktíð. Hún var þar á láni frá Bayern Munchen á síðustu leiktíð en nú hefur hún framlengt samning sinn við Bayern og er farin aftur á lán til Leverkusen.
„Þetta er mjög gott. Ég væri alveg til í að fara að sjá hana spila í Bayern samt, en Leverkusen er gott lið og hún ein af bestu leikmönnum deildarinnar,“ sagði Adam.
Hrafnkell tók til máls.
„Það var hálf sorglegt að sjá hana stundum á bekknum eða út úr hóp hjá Bayern Munchen. Hún er það góður leikmaður.“
Adam segir það hafa verið gott skref fyrir Karólínu að fara til Leverkusen.
„Þú sást líka í landsleikjunum núna, miðað við þegar hún var í Bayern, að hún er kvikari og betri taktur í henni.“
Umræðan í heild er í spilaranum.