Miklum spennuleik var að ljúka á EM þar sem Skotland og Sviss mættust í 2. umferð A-riðils.
Skotar fóru vel af stað og Scott McTominay kom þeim yfir á 13. mínútu leiksins.
Á 26. mínútu jafnaði Xherdan Shaqiri hins vegar fyrir Sviss, nokkuð gegn gangi leiksins.
Bæði lið fengu sín færi til að skora meira en fleiri urðu mörkin ekki. Lokatölur 1-1.
Úrslitin þýða að Svisslendingar eru í flottum málum með 4 stig í öðru sæti riðilsins. Skotar eru í því þriðja með 1 stig og þurfa sigur í lokaumferðinni gegn Ungverjum til að geta farið í 16-liða úrslit.