fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433

EM: Heimamenn í frábærum málum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 17:55

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimamenn í Þýskalandi unnu nokkuð þægilegan sigur á Ungverjalandi í öðrum leik dagsins á EM.

Um var að ræða leik í 2. umferð A-riðils en Þjóðverjar höfðu unnið fyrsta leikinn gegn Skotum þægilega á meðan Ungverjar töpuðu gegn Sviss.

Jamal Musiala kom Þjóðverjum yfir um miðjan fyrri hálfleik í dag og reyndist það eina markið fyrir hlé.

Það var svo um miðjan seinni hálfleik sem Ilkay Gundogan tvöfaldaði forskot heimamanna. Meira var ekki skorað og niðurstaðan 2-0 sigur.

Þjóðverjar eru með 6 stig á toppi riðilsins en Ungverjar á botinum án stiga. Sviss og Skotland mætast svo á eftir en það er óhætt að fullyrða að Þýskaland sigli þægilega inn í 16-liða úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum