KA er komið í undanúrslit bikarisns eftir fremur auðveldan sigur á Fram í 20 stiga hita á Akureyri nú í kvöld.
Varnarmaðurinn öflugi, Bjarni Aðalsteinsson kom KA yfir á sjöttu mínútu leiksins.
Hann bætti svo við öðru marki á 78 mínútu leiksins og tryggði KA sigurinn góða.
Það var svo Hallgrímur Mar Steingrímsson sem skoraði þriðja og síðasta mark leiksins, 3-0 sigur KA staðreynd.
KA fór í úrslitaleik bikarsins á síðustu leiktíð og er nú komið skrefi nær því að gera það aftur.
Valur og Stjarnan höfðu þegar tryggt sig áfram en það kemur í ljós í kvöld hvort það verði Víkingur eða Fylkir sem verður fjórða liðið í pottinn.