Edin Terzic hefur heldur óvænt látið af störfum sem stjóri Dortmund. Svo segir í tilkynningu félagsins í dag.
Terzic tók við starfinu fyrir rúmum tveimur árum en hann hafði áður verið bráðabirgðastjóri. Undir hans stjórn var Dortmund nálægt því að vinna þýsku úrvalsdeildina í fyrra og fór í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í ár, þar sem liðið tapaði gegn Real Madrid. Tímabilið heima fyrir var hins vegar ekki nógu gott og hafnaði liðið í fimmta sæti.
„Eftir leikinn á Wembley bað ég um fund með stjórninni og tjáði þeim að mér finndist að Dortmund ætti að hefja nýjan kafla með nýjan mann í brúnni,“ er meðal annars haft eftir Terzic í tilkynningu Dortmund.
„Allir sem þekkja mig vita að þetta er mjög erfið ákvörðun fyrir mig,“ segir hann einnig.
Edin Terzić leaves Borussia Dortmund.
The coach, who won the DFB Cup with BVB in 2021, finished runner-up in the 2023 championship and reached the 2024 Champions League final, asked BVB to terminate his contract with immediate effect.
Borussia Dortmund agreed to the request… pic.twitter.com/WU3gV6s5VM
— Borussia Dortmund (@BlackYellow) June 13, 2024