Franska félagið Marseille hefur gert Roberto De Zerbi tilboð, en það vill fá hann til að taka við sem knattspyrnustjóri.
De Zerbi hætti sem stjóri Brighton eftir síðustu leiktíð og er því í leit að starfi. Stórlið Marseille hefur nú áhuga á að ráða hann.
De Zerbi er spennandi stjóri sem einnig hefur stýrt liðum eins og Sassuolo og Shakhtar en nú gæti Ítalinn reynt fyrir sér í annari deild. Viðræður eru farnar af stað.
Marseille hafnaði í áttunda sæti Ligue 1 á síðustu leiktíð og missti þar með af Evrópusæti.
🚨🔵⚪️ Olympique Marseille have sent contract proposal to Roberto de Zerbi.
Negotiations are taking place to reach an agreement, not done yet but underway.
De Zerbi, strongest candidate for OM job 🇮🇹 pic.twitter.com/VGcUD4kbo3
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2024