Það er ekki lengur víst að markvörðurinn Wojciech Szczesny gangi í raðir sádiarabíska félagsins Al-Nassr eins og til stóð.
Það er Fabrizio Romano sem greinir frá þessu, en undanfarna daga hefur verið fjallað um yfirvofandi skipti Szczesny. Viðræður hafa hingað til gengið vel en nú eru allt í einu einhver vandræði.
Romano segir Al-Nassr nú hikandi í að fá Szczesny, sem vill ólmur ganga í raðir félagsins. Hann bíður nú og sér hvað félagið gerir.
Szczesny hefur verið aðalmarkvörður Juventus undanfarin ár við góðan orðstýr en langar nú að fara í peningana í Sádí.
Nú er spurning hvort Cristiano Ronaldo og félagar ætli að láta skiptin ganga í gegn.