Fernando Torres hefur verið ráðinn þjálfari B-liðs Atletico Madrid en um er að ræða varalið félagsins.
Torres hefur veirð að þjálfa yngstu flokka félagsins en fær nú starf nær aðalliðinu.
El Nino er goðsögn hjá Atletico eftir feril sinn þar sem leikmaður en B-lið Atletico spilar í þriðju efstu deild Spánar.
Torres er fyrrum framherji Liverpool og Chelsea en sá spænski er að hella sér af fullum krafti í þjálfun.