Eins og margir vita þá hefur Jamie Vardy skrifað undir nýjan eins árs samning við Leicester City.
Þessi 37 ára gamli leikmaður ætlar að spila í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur frekar en í neðri deildunum.
Hollywood stjörnurnar Ryan Reynolds og Rob McElhenney reyndu að sannfæra Vardy um að skrifa undir samning hjá Wrexham.
Það var möguleiki um tíma en Vardy tók ákvörðun um að hann ætti allavega eitt ár inni í efstu deild Englands.
Um er að ræða fyrrum landsliðsframherja Englands sem skoraði 18 mörk á síðustu leiktíð er Leicester komst upp um deild.
Wrexham hafði mikinn áhuga á að fá Vardy í sínar raðir en hann telur sig geta spilað á meðal þeirra bestu.