fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Verjandi Kolbeins telur áfrýjun ólíklega

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 3. júní 2024 14:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elimar Hauksson, verjandi knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar, sem fyrr í dag var sýknaður í Héraðsdómi Reykjaness af ákæru um kynferðisbrot gegn barni, segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér á óvart.

DV spurði Elimar hvort hann ætti von á því að ákæruvaldið áfrýjaði málinu til Landsréttar:

„Í ljósi þess hvað niðurstaða dómsins var afdráttarlaus þá á ég síður von á áfrýjun. En það er auðvitað ákvörðun sem er í höndum embættis ríkissaksóknara, en miðað við fyrirliggjandi gögn og miðað við dóminn þá tel ég það ólíklegt,“ segir Elimar.

Elimar segir gögn málsins hafa kallað á sýknu. „Ég get ekki tjáð mig um málavexti þar sem um lokað þinghald er að ræða en eftir að dómurinn hefur verið birtur geta fjölmiðlar fjallað ítarlega um þá og það er jákvætt,“ segir hann ennfremur og segir skjólstæðing sinn vera varnarlausan gegn umfjöllun um mál sitt í fjölmiðlum og samfélagsmiðlum þar sem hann getur ekki borið hönd yfir höfuð sér, því ólöglegt er að tjá sig um lokað þinghald.

Saksóknari í málinu, Katrín Hilmarsdóttir, sagðist ekki geta tjáð sig um málið er DV leitaði eftir viðbrögðum, þar sem hún hefði ekki kynnt sér forsendur dómsins.

Þess má geta að dómurinn verður birtur á vefsíðu dómstólanna í dag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar