Víkingur R. 5 – 2 Fylkir
0-1 benedikt Daríus Garðarsson(‘1)
1-1 Aron Elís Þrándarson(’14)
2-1 Erlingur Agnarsson(’18)
2-2 Orri Sveinn Segatta(’52)
3-2 Helgi Guðjónsson(’58)
4-2 Ari Sigurpálsson(’65)
5-2 Karl Friðleifur Gunnarsson(’79)
Það fór fram alvöru markaleikur í Bestu deild karla í dag en spilað var á Víkingsvelli klukkan 17:00.
Heil sjö mörk voru skoruð í þessum leik en Íslandsmeistararnir fögnuðu að lokum sigri eftir góðan seinni hálfleik.
Víkingur var með 2-1 forystu í hálfleik en Orri Svein Segatta jafnaði metin fyrir Fylki snemma í þeim síðari.
Meistararnir áttu eftir að skora þrjú mörk eftir það og höfðu að lokum betur nokkuð sannfærandi, 5-2.
Víkingar eru með sex stiga forskot á toppnum og situr Fylkir í neðsta sætinu með aðeins fjögur stig úr níu leikjum.