Luka Modric er búinn að krota undir nýjan samning við Real Madrid en þetta fullyrðir blaðamaðurinn Gianluca Di Marzio.
Modric hefur margoft verið orðaður við brottför frá Santiago Bernabeu en hann er goðsögn hjá félaginu.
Modric mun spila með króatíska landsliðinu á EM í sumar og mun líklega enda landsliðsferil sinn eftir það mót.
Modric var valinn besti leikmaður heims árið 2018 en hann verður 39 ára gamall í september.
Króatinn er búinn að skrifa undir eins árs framlengingu við Real og verður gefin út tilkynning í næstu viku.