fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Fjölskylda smituð af hringormum sem geta náð til heilans – Borðuðu hálf hrátt bjarndýrakebab

Pressan
Mánudaginn 27. maí 2024 04:03

Kebab. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur fjölskyldufaðir leitaði ítrekað á sjúkrahúsi, á tveggja og hálfs vikna tímabili,  með hita, mikla vöðvaverkir, bólgur í kringum augun og fleiri kvilla.

Það var í júlí 2022 sem heilbrigðisyfirvöldum í Minnesota í Bandaríkjunum var gert við vart um 29 ára fjölskyldufaðirinn hefði leitað þangað nokkrum sinnum á tveggja og hálfs vikna tímabili með margvísleg sjúkdómseinkenni.

Þegar hann kom þangað í annað sinn sagði hann læknum að hann hefði sótt fjölskyldusamkomu í Suður-Dakóta þar sem hann hafði borðað svartbjarnakebab. Björninn hafði einn ættingi hans skotið í Saskatchewan í Kanada.

Kjötið hafði verið í frysti í einn og hálfan mánuð áður en það var afþítt og notað í máltíðina. Kjötið var dökkt á lit og fyrir mistök var það borið fram hálf hrátt. Gestirnir tóku eftir því og var það þá eldað að fullu að sögn bandarísku smitsjúkdómastofnunarinnar CDC.

Sky News segir að níu manns hafi borðað matinn en sumir hafi þó aðeins borðað grænmeti sem var eldað með kjötinu og borið fram með því.

Að lokum greindu læknar maninn með trichinellosis, sem er hringormur sem berst sjaldan í fólk en gerir það yfirleitt við að villibráð er borðuð. Þegar ormurinn er kominn í fólk, þá getur hann borist í vöðvavefi og líffæri, þar á meðal heilann.

Fimm aðrir veislugestir greindust í kjölfarið með orma, þar á meðal 12 ára stúlka og tvennt sem hafði aðeins borðað grænmetið.

Leggja þurfti þrennt inn á sjúkrahús til að hægt væri að veita þeim viðeigandi meðferð.

CDC segir að eina leiðin til að tryggja að hringormarnir drepist sé að elda kjötið þar til það nær 74 gráðu hita.

Talið er að allt að fjórðungur svartbjarna í Kanada og Alaska séu smitaðir af hringormum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 6 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað