fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Age Hareide var bannað að velja Albert í landsliðshópinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 11:07

Albert Guðmundsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands mátti ekki velja Albert Guðmundsson í landsliðshóp sinn fyrir leikina gegn Englandi og Hollandi sem eru í júní.

Ástæðan er að niðurfelling á máli gegn Alberti var kærð á dögunum, reglur KSÍ banna þar með Hareide að velja Albert.

Albert var kærður á síðasta ári fyrir kynferðisbrot en eftir rannsókn var málið fellt niður, litlar sem engar líkur voru taldar á sakfellingar.

„Það eru leikmenn sem ég vildi velja, vegna meiðsla þá varð ég að sleppa einum. Vegna regluverksins sem KSÍ er með þá má ég ekki velja leikmann,“ sagði Hareide.

„Það er Albert,“ bætti sá norski við en konan sem kærði Albert, kærði niðurfellingu málsins.

Niðurfelling málsins var kærð þegar Albert var mættur í landsleiki Íslands í mars þar sem hann var magnaður í sigri á Ísrael og skoraði svo eina mark liðsins í tapi gegn Úkraínu.

Hann minntist svo á að líklegt væri að Albert væri að skipta um félag og líklega væri hausinn á honum þar. „Við hefðum átt spjall um það, reglurnar hjá KSÍ eru á hreinu,“ sagði Hareide en Albert hefur verið frábær með Genoa á Ítalíu í vetur og er líklega á förum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma

Krísa hjá Conte í Napoli – Hann telur að þetta gæti verið upphafið að slæmum tíma
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu

Bríet og Tijana að störfum í Moldóvu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera

Stuðningsmenn Liverpool pirraðir á athæfi Slot – Varpa þó ljósi á það sem hann var raunverulega að gera
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu

Réðst á hárprúða manninn og fær þunga refsingu
433Sport
Í gær

KA tekur á móti PAOK á Akureyri

KA tekur á móti PAOK á Akureyri
433Sport
Í gær

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“

Viktor Bjarki einlægur eftir magnað augnablik – „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt“