Jordan Henderson verður ekki í bráðabirgðahópi enska landsliðsins sem kynntur verður af Gareth Southgate í dag. The Athletic segir frá.
Southgate kynnir hópinn síðar í dag. Um er að ræða bráðabirgðahóp sem gæti talið yfir 30 leikmenn en hann mætir Íslandi og Bosníu í vináttuleikjum fyrir EM í Þýskalandi.
Hópurinn verður svo skorinn niður í 26 leikmenn fyrir EM.
Henderson, sem á að baki 81 A-landsleik fyrir Englands hönd, hefur verið fastamaður í liði Southgate en veðrur ekki í hópnum í þetta sinn.
Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á mála hjá Ajax eftir að hafa yfirgefið Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu í janúar.
🚨 EXCL: Jordan Henderson left out of provisional England squad for Euro 2024. Ajax midfielder central to Southgate reign but 33yo not on long list announced later today. Curtis Jones + James Trafford among expected inclusions @TheAthleticFC #EURO2024 #ENG https://t.co/LoA9HAw67p
— David Ornstein (@David_Ornstein) May 21, 2024