fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 16. maí 2024 22:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Hart tilkynnti fyrr á árinu að hann myndi leggja skóna á hilluna eftir tímabilið en hann er kominn með nýtt starf nú þegar.

Þessi 37 ára gamli markvörður er á mála hjá Celtic og stefnir í að hann vinni skoska meistaratitilinn í þriðja sinn í vor.

Þá var Hart lengi hjá Manchester City þar sem hann vann Englandsmeistaratitilinn tvisvar. Einnig hefur hann spilað fyrir lið eins og Tottenham og Burnley.

Nú segir Daily Mail frá því að Hart verði einn af sérfræðingum BBC í kringum Evrópumótið í sumar. Hann á 75 A-landsleiki að baki fyrir England og ætti að geta nýtt reynslu sína í því starfi.

Þá hefur Premier League Productions þegar hlerað hann varðandi það að vera spekingur í kringum ensku úrvalsdeildina á næstu leiktíð. Hart gæti því átt framtíðina fyrir sér sem sparkspekingur.

Hart hefur þó einnig rætt við sitt fyrrum félag City um að verða sendiherra félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur

Segir að Maignan hafi tekið ákvörðun sjálfur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Í gær

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu

Gagnrýna Reykjavíkurborg harðlega fyrir lítil samskipti – Ætla að reisa skólaþorp á bílastæðinu
433Sport
Í gær

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?

Sagði Þorsteinn sjálfum sér upp í beinni útsendingu?