fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Norskur almenningur hneykslaður á tíðindunum af Íslendingnum – „Hvað í ósköpunum á þetta að þýða?“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 8. apríl 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar greint var frá því fyrir helgi að Ísak Snær Þorvaldsson væri genginn í raðir Breiðabliks á ný á láni frá Rosenborg. Stuðningsmenn norska liðsins eru margir hverjir ósáttir.

Ísak gekk í raðir Rosenborg frá Breiðablik fyrir síðustu leiktíð eftir frábært tímabil á Íslandi fyrir tveimur árum síðan. Hann hefur skorað sjö mörk í 21 leik með norska liðinu en glímt við meiðsli undanfarið.

„Hann endar síðasta tímabil á að skora fjögur mörk í fimm leikjum. Það skilur þetta enginn úti í Noregi,“ sagði Gunnar Birgisson í nýjasta þætti Dr. Football.

Ísak í leik með Breiðabliki 2022.

„Maður sá það í athugasemdunum undir færslunni frá kúbbnum. Það var bara allt vitlaust,“ skaut Arnar Sveinn Geirsson inn í.

„Mögulega vonast félagið til að hann komi sterkari til baka eftir meiðsli og það eru einhverjar klásúlur í samningnum þar sem hann getur verið kallaður til baka. Mögulega er þetta það besta fyrir báða aðila ef menn eru ekki sáttir í sambandinu,“ sagði Gunnar sem telur komu Ísaks auka sigurlíkur Blika í Íslandsmótinu.

„Ég held þetta auki líkurnar þeirra, hvort það dugi til að fara upp fyrir Víking og Val verður að koma í ljós. Ég held að Ísak sé þannig leikmaður að það hefðu öll lið tekið hann.“

Eins og áður sagði voru stuðningsmenn Rosenborg allt annað en sáttir með það að Ísak væri á förum. Það má sjá ef litið er á nokkrar af athugasemdum undir færslu félagsins um brottför Ísaks.

„Hvað í ósköpunum á þetta að þýða? Mjög góður leikmaður þegar hann er heill, það sáum við síðasta haust,“ skrifaði einn netverjinn.

„Hvað í fjandanum?“ skrifaði einn einfaldlega og margir tóku í sama streng.

„Er þetta síðbúið aprílgabb? skrifaði annar.

Einnig mátti sjá ummæli eins og „þetta er heimskulegt“ og „tímabilið er ónýtt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Í gær

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann