fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Úkraínumenn segjast fljótlega ráðast á brúna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 8. apríl 2024 04:10

Öflug sprenging varð á Kerch-brúnni í fyrstu árás Úkraínumanna á hana. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónusta úkraínska hersins, HUR, hefur í hyggju að ráðast á Kerch-brúna, sem tengir hin hertekna Krímskaga við rússneska meginlandið, fljótlega.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem byggir frétt sína á upplýsingum frá nokkrum heimildarmönnum innan HUR. Segja þeir að markmið leyniþjónustunnar sé að eyðileggja brúna og segja þeir „óhjákvæmilegt“ að hún verði eyðilögð.

Einn heimildarmannanna gekk enn lengra í lýsingu sinni og sagði: „við munum gera þetta á fyrri helmingi 2024“. Sami heimildarmaður sagði að Kyrylo Budanov, yfirmaður HUR, stýri aðgerðinni sem Volodymyr Zelenskyy, forseti, hafi samþykkt. Sagði heimildarmaðurinn að HUR ráði nú  yfir flestu því sem þurfi til að þetta heppnist.

En hvort sem ráðist verður á brúna eða ekki þá liggur fyrir að Úkraínumenn hafa áður ráðist á hana. Fyrsta árásin var gerð í október 2022 en þá virðist sem þeir hafi notað flutningabíl fullan af sprengiefni. Hann sprakk á brúnni og olli miklu tjóni en Rússum tókst að gera við hana.

Í fyrra létu þeir aftur til skara skríða og notuðu þá sjávardróna og aftur tókst þeim að valda miklu tjóni á brúni en aftur tókst að gera við hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað