fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Hræddur um að missa af öllu eftir andlát eiginkonunnar og hætti við – ,,Krakkarnir þurftu á mér að halda“

433
Laugardaginn 6. apríl 2024 08:30

Rio Ferdinand

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, hefur útskýrt af hverju hann hætti við að gerast þjálfari en það var hans draumur eftir að ferlinum lauk.

Ferdinand hefur gert það gott á internetinu eftir að ferlinum lauk og er með vinsæla YouTube rás og starfar einnig í sjónvarpi.

Ferdinand ætlaði alltaf að leita í þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna áður en eiginkona hans, Rebecca, lést eftir baráttu við krabbamein aðeins 34 ára gömul.

Ferdinand áttaði sig fljótt á því að hann þyrfti að vera til taks fyrir börnin sín þrjú og setti drauminn til hliðar eftir andlát eiginkonunnar.

,,Ég var að vinna mér inn réttindin, ég vildi gerast þjálfari, hundrað prósent,“ sagði Ferdinand í samtali við hlaðvarpsþáttinn Overlap.

,,Augljóslega þá geta hlutir átt sér stað heima fyrir og ef þú ætlar að gerast þjálfari þá þarftu að vera til staðar allan sólahringinn, þú færð ekkert frí.“

,,Krakkarnir þurftu á mér að halda, hundrað prósent. Ég er í vinnunni en það er hægt að ná í mig, ég get enn verið til taks og get enn látið sjá mig, ef ég væri þjálfari þá myndi ég missa af öllu.“

,,Ég þurfti að taka ákvörðun mjög fljótt, þetta var ekki eitthvað sem ég þurfti að íhuga, ég ákvað bara að þetta væri ekki rétt skref.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða

PSG þarf að taka upp heftið og borga Mbappe 9 milljarða
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því

Ummæli Bruno Fernandes vekja athygli – Segir United hafa viljað selja sig í sumar og er mjög sár yfir því
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?

Mun Brendan Rodgers reyna að kaupa Mo Salah í janúar?
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Í gær

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland

Carragher varar Arsenal við þessum leikmanni – Segir að hann muni ráða úrslitum frekar en Haaland
433Sport
Í gær

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann