fbpx
Föstudagur 19.desember 2025
433Sport

Borgaði 150 milljónir til að losa vin sinn sem nauðgaði úr fangelsi

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 13:00

Depay t.h.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt fréttum á Spáni var það Memphis Depay fyrrum samherji Daniel Alves sem greiddi 1 milljón evra til að losa hann úr fangelsi.

Alves losnaði úr fangelsi í fær, nokkrum vikum eftir að hann var dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir naugðun.

Alves og Depay spiluðu saman í Barcelona og voru miklir vinir, Depay lét hafa eftir sér í síðustu viku að hann og Alves væru vinir.

Alves þurfti að fá 1 milljón evra til að ganga laus gegn tryggingu en hann mátti ekki greiða þá upphæð sjálfur en eigur hans hafa einnig allar verið frystar.

Alves á glæstilegt hús fyrir utan Barcelona og mun búa þar. Alves var fyrir mánuði dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun.

Alves hefur setið í fangelsi í eitt og hálft ár á meðan málið var í rannsókn og er það dregið frá dómi hans.

Hann þarf að mæta fyrir dómara einnu sinni í viku til að staðfesta að hann sé enn í Barcelona, hann má einnig ekki koma nálægt fórnarlambi sínu.

Dómstólar voru ekki einhuga um þessa ákvörðun en Alves nauðgaði konunni á klósetti á skemmtistað undir lok árs 2022 og hafði síðan þá verið í haldi lögreglu.

Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar árið 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar

Túfa hafnaði ÍBV og er á leið til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah

Slot þurfti enn og aftur að svara spurningum um Salah
433Sport
Í gær

Áframhaldandi vandræði hjá Reading

Áframhaldandi vandræði hjá Reading
433Sport
Í gær

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar

Óvæntar sögur um að risinn muni veifa seðlunum í United strax í janúar