fbpx
Föstudagur 10.maí 2024
433Sport

Arnari finnst mjög leiðinlegt að höfða mál til að fá þá peninga sem hann telur sig eiga inni á Akureyri

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 26. mars 2024 10:30

Arnar Grétarsson. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnari Grétarssyni þjálfara Vals finnst það leiðinlegt að þurfa að lögsækja KA til að fá greiðslur sem hann telur sig eiga inni hjá félaginu. Hann ræddi málið í Chess after Dark.

Undir lok síðasta árs kom það fram að Arnar hefði farið í mál við KA vegna þess að hann taldi félagið skulda sér væna summu. Það tengist árangri KA í Evrópu eftir að Arnar var hættur.

Málið kom fyrir héraðsdóm norðurlands í upphafi árs en ekki er komin nein niðurstaða í málið.

„Ég ætla ekkert að fara djúpt í þetta, mjög leiðinlegt í alla staða. Þetta er klásúla varðandi Evrópubónus, ég vona að við náum sáttum fyrir utan dómssal,“ segir Arnar í þættinum.

Hann segist hugsa vel til KA þar sem hann þjálfaði í tvö og hálft ár en hætti haustið 2022. „Svo hefur það bara sinn gang, ég átti frábæran tíma þarna og bera hlýhug til þeirra. Mér finnst þetta leiðinlegt að þurfa að standa í þessu.“

„Þetta er mín vinna sem þjálfari, þegar menn kvitta undir samninga þá finnst maður að það þurfi að standa við þá.“

Hann vonar að málið klárist sem fyrst og hann mun una hvaða niðurstöðu sem er. „Mér finnst þetta rosalega leiðinlegt, vonandi klárast þetta. Það er verið að sjá um þessi mál, svo kemur niðurstaða og mun una henni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður

Þetta segja veðbankarnir: Hver tekur við á Old Trafford? – Var númer eitt en er ekki sannfærður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópudeildin: Leverkusen jafnaði aftur í blálokin – Mæta Atalanta í úrslitum

Evrópudeildin: Leverkusen jafnaði aftur í blálokin – Mæta Atalanta í úrslitum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Grét er hann var kvaddur í vikunni: Gríðarlega vonsvikinn með árangurinn – Gaf allt í verkefnið

Grét er hann var kvaddur í vikunni: Gríðarlega vonsvikinn með árangurinn – Gaf allt í verkefnið
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var hann að gefa eitthvað í skyn með nýjustu myndinni? – Sjáðu hvað hann birti

Var hann að gefa eitthvað í skyn með nýjustu myndinni? – Sjáðu hvað hann birti
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Með mjög óvænt skilaboð til Mbappe: Á að láta Evrópu vera – ,,Þarf að vera sjálfskipaður leiðtogi“

Með mjög óvænt skilaboð til Mbappe: Á að láta Evrópu vera – ,,Þarf að vera sjálfskipaður leiðtogi“