fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Enski bikarinn: Einn ótrúlegasti leikur ársins – Wolves óvænt úr leik eftir svakalega dramatík

Victor Pálsson
Laugardaginn 16. mars 2024 14:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wolves 2 – 3 Coventry
0-1 Ellis Simms(’53)
1-1 Rayan Ait Nouri(’83)
2-1 Hugo Bueno(’88)
2-2 Ellis Simms(’97)
2-3 Haji Wright(‘100)

Wolves er óvænt úr leik í enska bikarnum eftir dramatískt tap gegn Coventry á heimavelli í dag.

Um var að ræða fyrsta leik dagsins í enska boltanum en Coventry hafði betur með þremur mörkum gegn tveimur.

Allt stefndi í að Wolves myndi fagna sigri en liðið var 2-1 yfir þegar 97 mínútur voru komnar á klukkuna.

Ellis Sims jafnaði hins vegar metin fyrir Coventry og þremur mínútum síðar eða á 100. mínútu skoraði Haji Wright sigurmark fyrir gestina.

Ótrúlegur leikur á Molineaux vellinum en Wolves skoraði einnig tvö mörk undir lok leiks til að taka forystuna.

Simms sá um að koma Coventry í forystu áður en Rayan Ait Nouri jafnaði metin á 83. mínútu og kom Hugo Bueno heimaliðinu yfir er tvær mínútur voru eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni