fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Valur staðfestir komu Gylfa Þórs

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valur hefur staðfest komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til félagsins. Hann gerir tveggja ára samning.

433.is sagði fyrst allra miðla frá því í gær að Gylfi væri búinn að skrifa undir, það hefur verið staðfest.

Þessi markahæsti landsliðsmaður Íslands er sem stendur með liðinu í æfingaferð, en hann hefur verið sterklega orðaður við Hlíðarendafélagið. Nú er hann genginn í raðir félagsins og tekur slaginn með því í Bestu deildinni í sumar.

Gylfi sneri aftur á völlinn í haust með Lyngby og íslenska landsliðinu en hann rifti samningi sínum við Lyngby vegna meiðsla í vetur og fór í endurhæfingu á Spáni.

Gylfi er einn fremsti leikmaður Íslandssögunnar, á yfir 80 A-landsleiki og hefur skorað í þeim 27 mörk, flest allra.

Þá hefur Gylfi spilað fyrir Tottenham, Everton og Swansea í ensku úrvalsdeildinni, svo eitthvað sé nefnt.

Þrátt fyrir að hafa snúið aftur í landsliðið í haust er talið ólíklegt að hann verði í hópnum fyrir umspilsleikinn gegn Ísrael síðar í þessum mánuðum. Tilkynnt verður um það á föstudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans