fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fréttir

Bergþóra lýsir svindlinu: „Útlendingarnir taka myndir af spurningunum“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 11:00

Guðbrandur Bogason, skólastjóri Ökuskólans í Mjódd, og Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bergþóra Fjóla Bjarnadóttir, leigubílstjóri hjá Hreyfli, segir að hún hafi hjálpað tveimur erlendum mönnum sem tóku svokallað harkarapróf sem veitir rétt til aksturs leigubíla.

Bergþóra segir frá þessu í samtali við Morgunblaðið í dag en í gær ræddi blaðið við Guðbrand Bogason, skólastjóra Ökuskólans í Mjódd, sem sagði merkilegt hversu vel útlendingum gengur að taka próf hér á landi þó þeir skilji ekki mikið í tungumálinu. Námskeiðin fara fram á íslensku sem og prófin og sagði Guðbrandur að það veki furðu hjá Íslendingum sem taka prófin hversu góðum árangri þeir ná.

Guðbrandur sagði við Morgunblaðið að skólinn hefði ekkert vald til að stoppa þetta og verkefnið væri unnið fyrir Samgöngustofu.

Bergþóra segir í samtali við Morgunblaðið í dag að tveir erlendir menn sem hún þekkir hafi beðið hana að hjálpa sér við að taka prófið. Þegar hún var spurð hvernig hún gæti hjálpað hafi þeir svarað að hún ætti að vera tilbúin því haft yrði samband við hana í gegnum Messenger.

Því næst hafi hún fengið sendar myndir og mennirnir spurt hvort merkja ætti við A, B eða C. Kveðst Bergþóra hafa svarað viðkomandi þar um. „Útlendingarnir taka myndir af spurningunum,“ segir hún og furðar sig á því að fólk komist upp með þetta.

Morgunblaðið ræðir einnig við Þórhildi Elínu Elínardóttur, samskiptastjóra Samgöngustofu, sem sagði að það væri á ábyrgð skólans að ekki sé svindlað á prófunum og noti óheimil hjálpargögn.

„Ef einhverjir eru að nota símann í óheiðarlegum tilgangi, þá er það skólans að tryggja að nemendur fari í gegnum prófin án þess að svindla,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma

MAST beitti bónda of mikilli hörku – Tók sig loksins á eftir langan tíma
Fréttir
Í gær

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Í gær

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands

Íslenskur sérfræðingur hefur efasemdir um sönnunargögn í einu alræmdasta fjöldamorðingjamáli Bretlands
Fréttir
Í gær

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins

Níðingurinn sem er grunaður í hvarfi Madeleine að losna úr fangelsi – Neitar að vera yfirheyrður vegna málsins