fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Árni Stefán stígur fram og vænir Sigurbjörgu um lygar – „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 13. mars 2024 07:51

Árni segir að húsnæðið hafi aldrei veirð ætlað til langtímaleigu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Stefán Árnason viðurkennir fúslega að húsnæði sem Sigurbjörg Hlöðversdóttir, öryrki á sjötugsaldri, leigir af honum sé ekki leiguhæft.

Sigurbjörg steig fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi og kvaðst óttast um líf sitt vegna samskipta við leigusala sinn.

Leigusalinn umræddi er lögfræðingurinn Árni Stefán Árnason en í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að hún hefði tekið húsnæðið á leigu og skuldbundið sig til að greiða 200 þúsund krónur á mánuði gegn því að leigusalinn kæmi eigninni í mannsæmandi horf. Hún hafi staðið við sitt en leigusalinn ekki. Hann hafi til dæmis lofað henni afnot af eldavél en ekki staðið við það.

Sjá einnig: Árni Stefán sagður hóta lögsókn eftir ásökun um að vera leigusali frá helvíti – Sigurbjörg lifir í stöðugum ótta í rándýru hreysi – „Svik og prettir út í eitt“

Á myndum mátti sjá gat á gólfi á svefnherbergi, rafmagnsvírar standa út í loft og þá er eldhúsinnréttingin gömul hurð sem búið er að saga í gat fyrir vask sem ekki er búið að festa.

Árni Stefán segir í viðtali sem birtist á vef Vísis í morgun að hann hafi aldrei auglýst húsnæðið sem leiguhúsnæði enda er það ekki hæft í langtímaleigu. Þegar atburðirnir á Reykjanesskaga stóðu sem hæst og Grindvíkingar þurftu að flytja hafi hann auglýst húsnæðið til tímabundinna afnota.

Sigurbjörg hafi sótt það fast að fá að búa þarna þar sem hún hafi verið að missa húsnæði sitt í Hveragerði. Hún þyrfti að komast í húsnæði ella eiga á hættu að enda á götunni. Hann hafi í raun séð aumur á henni en hún vitað nákvæmlega í hvaða ástandi húsið var.

Árni segir við Vísi að hann sjái sér ekki annað fært en að segja leigusamningnum upp úr því sem komið er. „Þetta er ærumeiðandi fyrir mig, og bara lygi í henni. Þetta hefur aldrei verið auglýst til leigu, um það snýst málið.“

Hér má sjá frétt Vísis í morgun.

Hér má sjá umfjöllun Stöðvar 2 í gærkvöldi um málið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Í gær

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Í gær

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi
Fréttir
Í gær

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026

Opnað fyrir tilnefningar vegna Viðurkenningarhátíðar FKA 2026
Fréttir
Í gær

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið