fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
Fréttir

Salvör Nordal hugleiðir forsetaframboð – Segist ákveða sig á næstu tveimur vikum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 5. mars 2024 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mitt nafn var nefnt töluvert fyrir síðustu og þarsíðustu forsetakosningar og eins og gengur hafa ýmsir haft samband. Ég hef ekkert verið að leiða hugann að þessu fyrr en bara allra síðustu daga. Það styttist líka í þessar kosningar, þær eru fyrr en vanalega. Ég geri því ráð fyrir að maður verið að ákveða sig innan skamms,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna, í stuttu viðtali við DV.

DV bárust ábendingar um að Salvöru hugleiði alvarlega að bjóða sig fram. Forsetakosningar verða að þessu sinni þann 1. júní en frestur til að skila inn framboði rennur út 26. apríl.

„Það hefur verið ýtt við mér,“ viðurkennir Salvör og segist „taka einn snúning“ varðandi það að hugsa málið. „Ég er auðvitað í mjög spennandi embætti og veit ekki hvort breytingar verða á því á næstunni.“

Salvör telur að margir sem hafa verið orðaðir við embættið munu gera upp hug sinn á næstunni. Sjálf ætlar hún sér ekki að bíða lengi með ákvörðun: „Það verður á næstu tveimur vikum sem ég ákveð mig, ég ætla ekki að taka langan tíma í það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað